Ákærður fyrir fjöldamorð í Colorado

Heilbrigðisstarfsmenn yfirgefa verslunina þar sem skotárásin var gerð.
Heilbrigðisstarfsmenn yfirgefa verslunina þar sem skotárásin var gerð. AFP

21 árs karlmaður hefur verið ákærður fyrir morð í tíu ákæruliðum vegna skotárásarinnar í Colorado í Bandaríkjunum í gær.

„Sá grunaði heitir Ahmad Alissa og er 21 árs,“ sagði Maris Herold, lögreglustjóri í Boulder á blaðamannafundi.

„Hann er ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu í tíu ákæruliðum og verður fljótlega fluttur í fangelsið í Boulder,“ bætti hann við.

Maðurinn gekk inn í matvöruverslun í borginni Boulder klukkan 14.30 að staðartíma og hóf skothríð. Tíu manns létust í árásinni sem vitni streymtu beint og sýndu á YouTube.

Fólk yfirgefur verslunina í skyndi eftir skotárásina.
Fólk yfirgefur verslunina í skyndi eftir skotárásina. AFP

Um 20 mín­út­um eft­ir að árás­in hófst sendi lög­regl­an í Boulder skila­boð á Twitter um að skotárás væri í gangi í King Soo­pers við Table Mesa-götu. Lög­regla bað fólk um að forðast svæðið og tveim­ur tím­um síðar biðlaði lög­regl­an til fólks á Twitter að birta ekki frá árás­inni á sam­fé­lags­miðlum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert