Íran boðar hefndaraðgerðir

Utanríkisráðherra Írans hefur boðað hefndaraðgerðir vegna árásar á kjarnorkustöð sem írönsk stjórnvöld hafa kennt Ísrael um. 

Írönsk stjórnvöld segja að hryðjuverk hafi verið framin á Natanz-verinu, þar sem úran er auðgað, en upphaflega var talið að um rafmagnsleysi hefði verið að ræða. Ísraelsk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið, en talið er að um aðgerð á vegum leyniþjónustunnar Mossad hafi verið að ræða að því er segir á vef BBC

Bandaríska leyniþjónustan segir að stór sprenging hafi gjöreyðilagt innri rafveitu kjarnorkuversins. Talið er að ekki verði hægt að hefja auðgun úrans í verinu aftur fyrr en eftir að minnsta kosti níu mánuði. 

Yfirvöld í Ísrael hafa undanfarið varað við kjarnorkuáætlunum erkióvinarins Íran og kallað eftir því að samningur um kjarnorku í Íran sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagði Bandaríkin úr verði tekinn upp að nýju. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir áhuga sínum á að gerast aðili að samningum að nýju. 

 
Loftmynd af Natanzverinu.
Loftmynd af Natanzverinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert