Kína gefur tvo milljarða bóluefnaskammta

Xi Jinping, forseti Kína.
Xi Jinping, forseti Kína. AFP

Forseti Kína, Xi Jinping, segir að Kína stefni á að gefa tvo milljarða skammta af Covid-19 bóluefni í gegnum alþjóðlega bóluefnasamstarfið COVAX sem sér um dreifingu á efnum til fátækari ríkja.

Þá sagði Jinping að Kína myndi gefa bóluefnasamstarfinu 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna. Þá hefur Jinping áður lofað að gefa þróunarríkjum þrjá milljarða Bandaríkjadala, eða um 375 milljarða íslenskra króna. Fjármunirnir eiga að aðstoða þróunarríkin í að ná sér á strik eftir félagsleg og efnahagsleg áhrif veirunnar.

Í síðustu viku greindi talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins að ríkið hafi nú þegar veitt meira en 700 milljónir skammta af bóluefni til annarra landa frá áramótum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert