Tsjúbaís hefur yfirgefið Kreml og Rússland

Borgarvirkið Kreml í miðri Moskvuborg.
Borgarvirkið Kreml í miðri Moskvuborg. AFP

Rússneski embættismaðurinn Anatólí Tsjúbaís hefur látið af embætti og yfirgefið landið vegna andstöðu sinnar við innrás Pútíns í Úkraínu. Hann hefur um árabil verið háttsettur í Kreml.

Hann gegndi stöðu loftslagsfulltrúa í Kreml en hafði áður gegnt æðstu störfum hjá mörgum stórum fyrirtækjum ríkisins. 

Frá þessu greindi Bloomberg fréttaveitan fyrr í dag en Tsjúbaís tilkynnti afsögn sína í bréfi til samstarfsmanna í gær.

Tsjúbaís er æðsti embættismaðurinn sem hefur látið af störfum í Kreml frá því að innrásin í Úkraínu hófst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert