Gagnárás Úkraínu í Kerson hafin

Úkraína hóf stórskotaárás á Rússa í Kerson í dag.
Úkraína hóf stórskotaárás á Rússa í Kerson í dag. AFP/Anatolí Stepanov

Hersveitir Úkraínu hafa hafið gagnárás til þess að ná borginni Kerson aftur á sitt vald.

„Í dag var kraftmikil stórskotaárás á svæði sem óvinur heldur sig á,“ segir Sergei Klan, formaður byggðarráðs Kerson, við úkraínsku sjónvarpsstöðina Prjamí.

„Þetta er tilkynningin sem við höfum beðið eftir síðan í vor – Þetta er byrjunin af afnámi hernáms Kerson landsvæðisins.“

Undir Rússum síðan í mars

Rússar hertóku Kerson 3. mars og var hún fyrsta stóra borgin sem þeir náðu á sitt vald eftir að innrásin hófst 24. febrúar. 

Kerson er helsta borgin á landsvæðinu sem heitir sama nafni. Svæðið er mikilvægt fyrir úkraínskan landbúnað og á landamæri við Krímskaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert