„Mjög líklegt“ að eldflaugin hafi verið úkraínsk

Andrzej Duda, forseti Póllands.
Andrzej Duda, forseti Póllands. AFP/Justin Tallis

Andrzej Duda, forseti Póllands, segir það „mjög líklegt“ að eldflaugin sem lenti á pólsku landamæraþorpi í gærkvöldi hafi komið frá úkraínsku eldflaugavarnarkerfi.

„Það er ekki neitt sem bendir til þess að þetta hafi verið vísvitandi árás á Pólland...Það er mjög líklegt að þetta hafi verið eldflaug sem hafi verið notuð í eldflaugavarnarkerfi, sem þýðir að hún kom frá úkraínskum hersveitum,“ sagði Duda við blaðamenn.

Rússar héldu því einmitt fram í morgun að ljósmyndir frá Póllandi sýndu brot úr úkraínskri eldflaug á staðnum þar sem sprengingin varð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert