Skutu niður óþekktan hlut yfir Kanada

Forseti Bandaríkjanna og forseti Kanada áttu fund í kjölfarið.
Forseti Bandaríkjanna og forseti Kanada áttu fund í kjölfarið. AFP

Óþekktur hlutur var rétt í þessu skotinn niður innan lofthelgi Kanada. 

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, greindi frá þessu á twitter. 

Loft­helg­i Kanada er vöktuð af NORAD-loftvarnarkerfinu, en það byggist á samvinnu Kanda við bandaríska flugherinn. 

Trudeau segist sjálfur hafa fyrirskipað að hluturinn yrði skotinn niður. Hann ræddi því næst við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Kanadíski herinn mun nú safna saman brakinu og rannsaka hlutinn. 

Þá þakkar hann loks NORAD-loftvarnarkerfinu fyrir að hafa auga með Norður Ameríku. 

Síðast í gær skaut bandarísk orrustuþota niður óþekktan hlut yfir Alaska. Hlutnum hefur verið lýst sem sívölum og silfurgráum, en ekki er ljóst hvað knúði hlutinn áfram. 

Grunur leikur á um að hlutirnir séu njósnabelgir frá Kína, en ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert