Sprengingar við kjarnorkuver valda miklum áhyggjum

Rafael Grossi, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­un­ar Sameinuðu þjóðanna.
Rafael Grossi, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­un­ar Sameinuðu þjóðanna. AFP/John Macdougall

Rafa­el Grossi, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­un­ar(IAEA), lýsir þungum áhyggjum af kjarnorkuverinu við Saporisjía í sunnanverðri Úkraínu. Á seinustu dögum hafa tvær sprengingar orðið nálægt orkuverinu.

Stofnunin hefur nú margoft lýst yfir áhyggjum af öryggi kjarnorkuversins, sem er það stærsta í Evrópu, en rússneskar hersveitir lögðu undir sig kjarnorkuverið í mars á seinasta ári. Saporisjía er sjötta stærsta borg Úkraínu.

„Tíminn að renna út“

„Tíminn er að renna út hvað varðar kjarnorkuöryggi við kjarnorkuverið í Saporisjía,“ segir Grossi í yfirlýsingu. „Ekki nema við grípum til einhverra ráða til þess að verja orkuverið.“

Kjarnorkuverið í Saporisjía.
Kjarnorkuverið í Saporisjía. AFP/Stringer

Að því er segir í tilkynningunni frá Grossi, sprungu tvær jarðsprengjur nálægt kjarnorkuverinu í vikunni, sú fyrsta á laugardag en hin fjórum dögum síðar. Ekki varð strax ljóst hvað olli sprengingunum.

Grossi ræddi við talsmenn Rússa í Kalíníngrad í seinustu viku og þar á undan fór hann á fund Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta í Saporisjía til þess að ræða öryggisráðstafanir.

Hann varaði einnig við að kjarnorkuverið væri enn að reka sig á stakri rafmangslínu sem enn er virk. Hann segir að það setji kjarnorkuöryggi í gríðarmikla áhættu. Auka rafmagnslína hefur vefrið ónýt síðan þann 1. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert