Að minnsta kosti 78 fórust og fjölmargra er saknað

Ljósmynd frá grísku strandgæslunni af bátnum sem var troðfullur af …
Ljósmynd frá grísku strandgæslunni af bátnum sem var troðfullur af fólki. AFP

Að minnsta kosti 78 flóttamenn fórust eftir að bátur þeirra sökk undan ströndum Pelópsskaga í gærkvöldi, að sögn grísku strandgæslunnar.

Um 104 hefur verið bjargað eftir að fiskibát sem var troðfullur af fólki hvolfdi í Jónahafi. Mikill vindur hefur hamlað björgunaraðgerðum, að sögn strandgæslunnar, en þær eru í fullum gangi. 

Óttast er að mörg hundruð manns til viðbótar hafi farist en allir sem hafa komist lífs af til þessa eru karlar.

Talsmaður strandgæslunnar sagði að báturinn hefði verið 25 til 30 metra langur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert