Kaldasti desember frá upphafi

Frá Peking í Kína 15. desember.
Frá Peking í Kína 15. desember. AFP/Greg Baker

Íbúar í Peking, höfuðborg Kína, standa nú frammi fyrir kaldasta desembermánuði frá því að mælingar hófust árið 1951.

Frost í borginni hefur oft farið niður fyrir 10 stig í mánuðinum, að því er BBC greinir frá.

Þá hefur mikil snjókoma verið í norðurhluta Japans auk þess sem kalt hefur verið í Suður-Kóreu.

Fyrir um hálfu ári varð heitasti júnídagurinn í Peking þar sem hiti mældist rúmlega 40 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert