Árásardrónar á báða bóga

Mynd sem sýnir eyðileggingu á byggingu í Úkraínu í kjölfar …
Mynd sem sýnir eyðileggingu á byggingu í Úkraínu í kjölfar árásar Rússa í nótt. AFP/Úkraínsk stjórnvöld

Stjórnvöld í Úkraínu segja að rússneskar hersveitir hafi skotið tveimur flugskeytum og sigað 35 árásardrónum á skotmörk víðs vegar um Úkraínu í nótt.

Á sama tíma segjast Rússar hafa skotið niður 21 árásardróna frá Úkraínu í nótt.

Árásardrónar Rússlands voru íranskir að gerð, að sögn úkraínska flughersins. Segjast þeir hafa skotið niður 15 af þeim.

Skutu niður 21 dróna

„Óvinurinn stýrði sumum árásardrónunum meðfram framlínusvæðum og reyndi að skjóta á eldsneytis- og orkumannvirki sem og borgaraleg og hernaðarleg mannvirki nálægt framlínunni og landamærum ríkisins að Rússlandi,“ sagði í yfirlýsingu flughers Úkraínu.

Rússnesk loftvarnarkerfi skutu niður 21 úkraínska dróna yfir rússneskum yfirráðasvæðum og Krímskaga, að sögn varnarmálaráðuneytis Rússlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert