Kreml: Grimmdarleg árás

Frá Yablonovo nærri vettvangi í Belgorod-héraði.
Frá Yablonovo nærri vettvangi í Belgorod-héraði. AFP

Stjórnvöld í Kreml segja Úkraínumenn hafa skotið niður flutningavél rússneska hersins í grimmdarlegri árás.

Dimitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, segir að enginn geti sagt til um hvaða áhrif atvikið hafi á fangaskiptaáætlun.

Um borð í flutningavél rússneska hersins voru meðal annars 65 úkraínskir fangar sem ráðgert var að leysa úr haldi og fá í skiptum fyrir rússneska fanga í Úkraínu. 74 létu lífið þegar vélin féll til jarðar, þar af all­ir 65 fang­arn­ir.

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, hef­ur sagt yf­ir­völd í Rússlandi „leika sér að úkraínsk­um föng­um“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert