Fjöldi Demókrata skilaði auðu

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP/Jim Watson

Joe Biden Bandaríkjaforseti vann auðveldlega í forvali vegna komandi forsetakosninga í ríkinu Michigan en mótmæli vegna viðbragða hans við stríðinu á Gasasvæðinu settu svip sinn á kosningarnar.

Tugir þúsunda Demókrata ákváðu að skila auðu í kosningunum. Talið er að þeir hafi verið undir áhrifum frá herferðinni „Hlustið á Michigan” sem vill að Biden dragi úr stuðningi sínum við Ísrael í stríðinu og setji aukinn þrýsting á vopnahlé.

Mótmælandi úr röðum Demókrataflokksins.
Mótmælandi úr röðum Demókrataflokksins. AFP/Kevin Dietsch

Þegar búið var að telja um þriðjung atkvæða voru auðir seðlar um 50 þúsund talsins, sem er meira en tvöfalt meira en í undanförnum þremur kosningum.

Biden þakkaði kjósendum fyrir stuðninginn í yfirlýsingu og talaði um starf sitt fyrir miðstéttarfólk í Michigan. Hann minntist þó hvorki á stríðið á Gasasvæðinu né auðu seðlana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert