Banna Al Jazeera í Ísrael

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP/Abir Sultan

Ísraelska þingið hefur samþykkt lög sem kveða á um að æðstu ráðamenn hafi leyfi til þess að banna útsendingar katarska fjölmiðilsins Al Jazeera í Ísrael. Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, vill að bannið verði innleitt strax. 

Lögin voru samþykkt með 70 atkvæðum gegn 10. Æðstu ráðamenn hafa því leyfi til þess að banna útsendingar erlendra fjölmiðla og einnig að loka skrifstofum fjölmiðlanna í Ísrael. 

Netanjahú tísti að „útsendingar hryðjuverkastöðvarinnar Al Jazeera yrðu ekki leyfilegar í Ísrael lengur“. Þá bætti hann við að hann ætlaði að sjá til þess að útsendingarnar yrðu stöðvaðar strax. 

Í janúar sögðu ísraelsk yfirvöld að blaðamaður og verktaki Al Jazeera sem létust í árás á Gasa hafi verið „hryðjuverkamenn“.

Mánuði síðar sögðu yfirvöld að blaðamaður sem særðist í annarri árás hafi verið „yfirmaður“ innan raða hryðjuverkasamtakanna Hamas. 

Al Jazeera hefur neitað ásökunum ísraelskra stjórnvalda og sakað Ísraelsstjórn um að gera starfsmenn Al Jazeera á Gasaströndinni að skotmörkum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert