Tuttugu á gjörgæslu og fleiri en hundrað slasaðir

Samitivej Srinakarin-sjúkrahúsið í Bangkok.
Samitivej Srinakarin-sjúkrahúsið í Bangkok. AFP

Tuttugu manns úr flugi Singapore Airlines sem varð fyrir mikilli ókyrrð og lenti í Bangkok í Taílandi í gær eru á gjörgæslu á tveimur sjúkrahúsum í borginni.

Fólkið sem er á gjörgæslu er frá Ástralíu, Bretlandi, Hong Kong, Malasíu, Nýja-Sjálandi, Singapúr og Filippseyjum.

Einn Íslendingur var á meðal 221 farþega í þotunni eins og greint var frá í gær. Var hann einnig fluttur á sjúkrahús.

Fulltrúar yfirvalda ganga um borð í vélina fyrr í dag.
Fulltrúar yfirvalda ganga um borð í vélina fyrr í dag. AFP

104 slösuðust og einn lést

Einn maður lést um borð og 104 slösuðust þegar flugvélin lenti í ókyrrðinni. Þar af þurftu 85 aðhlynningu á sjúkrahúsunum tveimur.

Myndir innan úr flugvélinni sýna farþegarýmið í ringulreið en matur, drykkjaflöskur og farangur dreifðist út um allt og súrefnisgrímur dingluðu úr loftinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka