„Þeir sem ekki voru í belti skutust upp í loftið“

Frá flugvellinum í Bangkok í dag, en farþegaþotunni var beint …
Frá flugvellinum í Bangkok í dag, en farþegaþotunni var beint þangað. AFP

„Þeir sem ekki voru í belti skutust upp í loftið,“ segir farþegi sem var um borð í farþegaþotu Singapore Airlines á leið frá Lundúnum til Singapúr í dag.

Mikil ókyrrð var um borð í vélinni og lést einn farþegi, líklega af völdum hjartaáfalls. Þá eru 53 farþegar slasaðir eftir atvikið, þar af sjö alvarlega slasaðir.  

Annar farþegi lýsir því að fólk hafi öskrað hástöfum og aðskotahlutir hafi slegist í höfuð fólks á meðan ókyrrð stóð yfir.

Sally Gethin flugblaðamaður segir í samtali við BBC að afar sjaldgæft sé að fólk deyi sökum ókyrrðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert