Krefjast þess að Guðrún Gísladóttir verði hífð upp

Fjórir norskir stjórnmálaflokkar, Verkamannaflokkurinn, Framfaraflokkurinn, Sósíalíski vinstriflokkurinn og Miðflokkurinn, munu á föstudag leggja fram tillögu þess efnis að fjölveiðiskipið Guðrún Gísladóttir verði hífð upp af hafsbotni. Í frétt Nettavisen segir ennfremur að tvö ár séu liðin frá því skipið sökk við Lófóten.

Fulltrúar flokkanna sögðu á blaðamannafundi í dag að skipið lægi á mikilvægri fiskislóð og ógnaði uppeldisstöðvum fiskjar.

Nettavisen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka