Mikið tjón á byggingum á Keflavíkurflugvelli vegna vatnsskemmda

Frá varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Frá varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Mikið tjón varð á íbúðarhúsum á gamla Varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar vatn rann um a.m.k. 16 íbúðarblokkir á svæðinu um helgina. Á fréttavef Víkurfrétta er haft eftir Birni Inga Knútssyni, flugvallarstjóra, að tjónið gæti jafnvel numið hundruðum milljóna króna.

Tjónið uppgötvaðist í gær en það varð eftir að vatnslagnir sprungu í frosthörkum undanfarið, en blokkirnar hafa verið á lágmarkskyndingu síðan herinn yfirgaf landið.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur ekki enn tekið við fasteignunum og ekki hafa verið gerðir þjónustusamningar um viðhald.

Þessa stundina fara starfsmenn Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli á milli húsa og sjá hvar hafa orðið skemmdir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert