Þrjú umferðaróhöpp í Svínahrauni

Þrír bílar hafa rekist utan í vegriðið sem aðgreinir akreinarnar þrjár á Suðurlandsvegi í Svínahrauni. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er skafrenningur í Svínahrauni og á Hellisheiði og hafa ökumenn verið að lenda í snjódrögum sem myndast við vegriðið og við það snúast bílarnir og skella utan í því. Engan hefur sakað en einn bíllinn var óökufær eftir óhappið og þurfti að draga hann af vettvangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert