Fjögur umferðaróhöpp á Akureyri

Frá Akureyri
Frá Akureyri mbl.is/Skapti

Tilkynnt var um 4 umferðaróhöpp á Akureyri í gærkvöldi og í nótt. Þar á meðal varð árekstur á gatnamótum Glerárgötu og Þórunnarstræti um klukkan 20:30. Þar var bifreið ekið norður Glerárgötu og beygt vestur Þórunnarstræti í veg fyrir bifreið sem ekið var suður Glerárgötu. Farþegi í þeim árekstri var fluttur á slysadeild vegna meiðsla á hálsi og í baki.

Þá voru einstaklingar stöðvaðir á Ólafsfirði sem að gerðu sér það að leik að hengja bílslöngu aftan í bifreið og draga hana um bæinn með aðila á bílslöngunni. En slíkt er stórhættulegt og má ökumaður búast við að fá sekt fyrir athæfið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri.

Þá sinnti lögreglan á Akureyri nokkrum útköllum varðandi samkvæmishávaða frá íbúðum á Akureyri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert