Segir hvalkjötsbirgðir svara til 37 gramma á mann

„Þessar birgðir hræða mig ekki. Voru þeir ekki að tala um eitthvað um 4.700 tonn? Það svarar til þess að hvert mannsbarn í Japan borðaði 37 g á ári. Eða ef fimmtungur þjóðarinnar borðaði hval einu sinni á ári, þá dygði þetta í 200 gramma steik fyrir hvern þeirra," segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Hann gerir lítið úr þeim fullyrðingum Grænfriðunga að hvalkjöt sé óseljanlegt í Japan og birgðir hlaðist þar upp.

„Þetta eru nánast engar birgðir, ef rétt er hermt frá. En annars kemur nú fæst rétt frá þessum gæjum. Það þykja ekki góðir viðskiptahættir ef menn láta lagerinn þorna upp. Það er þannig í hrefnunni. Nú er ekkert af henni til hér og í Noregi eru allir lagerar meira og minna tómir. Það verða alltaf að vera til birgðir svo framboð sé stöðugt. Það verður að þjóna markaðnum. [...] Það er enn verið að rannsaka sýni úr kjötinu, kanna innihald hugsanlegra þungmálma eins og kvikasilfurs og PCB. Það er seinlegt og flókið. Það spurði enginn um þetta fyrir 20 árum. Það verður því að kortleggja þetta upp á nýtt.

Það er ekki sama á hvaða tíma birgðir eru metnar. Neyzlan og framboð er mismunandi eftir árstímum. Þetta hefur engin áhrif á áform mín um sölu kjötsins til Japan," segir Kristján Loftsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert