HR heiðrar bestu nemendur sína og fellir niður skólagjöld þeirra

Bestu nemendurnir í HR.
Bestu nemendurnir í HR. mbl.is

Háskólinn í Reykjavík heiðraði í dag bestu nemendur skólans við hátíðlega athöfn. Að þessu sinni hlutu 59 nemendur viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur á síðustu önn, en þeir komast með því á svokallaðan Forsetalista HR, sem þýðir að þeir þurfa ekki að greiða skólagjöld þessa önn.

Að þessu sinni voru 28 nemendur úr tækni- og verkfræðideild fyrir valinu, 18 nemendur úr viðskiptadeild, 10 úr lagadeild og 3 úr kennslufræði- og lýðheilsudeild. 31 kona er á Forsetalistanum og 28 karlmenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert