Vörubíll valt í Heiðmörk; um 300 lítrar af dísilolíu láku úr tanki

Frá slysstað í dag.
Frá slysstað í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Vörubifreið með tengivagn á Vatnsendasvæðinu valt í Heiðmörk um klukkan 11 í dag. Að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins láku um 300 lítrar af dísilolíu úr tanki vörubifreiðarinnar. Að sögn lögreglu er unnið að því að skafa upp jarðveginn þar sem olían lak. Ökumann vörubifreiðarinnar sakaði ekki.

Óhappið varð þegar vörubifreiðin var að taka beygju en svo virðist sem að hún hafi rekist í grjót með fyrrgreindum afleiðingum. Að sögn lögreglu er ekki óttast að um alvarleg umhverfisspjöll sé að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert