Stunginn í brjóstið með hnífi

Lögreglubíll utan við húsið þar sem árásin var gerð.
Lögreglubíll utan við húsið þar sem árásin var gerð. mbl.is/Júlíus

Karlmaður á fimmtugsaldri fékk lífshættulega áverka þegar hann var stunginn með hnífi í íbúð í fjölbýlishúsi við Hátún í Reykjavík í kvöld. Fjórir karlmenn, sem voru í íbúðinni þegar þetta gerðist, voru handteknir og mun einn þeirra hafa viðurkennt verknaðinn. Lögreglan hefur lagt hald á hnífinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala-háskólasjúkrahúsi er maðurinn, sem áverkana hlaut, í aðgerð.

Mennirnir í íbúðinni munu allir hafa komið við sögu lögreglunnar áður. Einn þeirra hringdi í lögregluna í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert