Kviknaði í út frá flúrlampa sem notaður var við kannabisræktun

Slökkviliðið að störfum við Kríuhóla 4 í dag.
Slökkviliðið að störfum við Kríuhóla 4 í dag. mbl.is/Ómar

Eldurinn sem upp kom í íbúð í fjölbýlishúsi við Kríuhóla í Reykjavík síðdegis í dag kviknaði út frá flúrlampa sem notaður var við kannabisræktun í íbúðinni, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn maður var í íbúðinni og var hann handtekinn.

Slökkviliðið var kallað út laust eftir klukkan 15, og gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Ekki kom til þess að húsið væri rýmt. Reykskemmdir munu hafa orðið í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert