75 félög fengu styrki úr Menningarsjóði Landsbanka

Björgólfur Guðmundsson ásamt fulltrúum nokkurra þeirra samtaka, sem fengu úthlutað …
Björgólfur Guðmundsson ásamt fulltrúum nokkurra þeirra samtaka, sem fengu úthlutað úr sjóðnum. mbl.is/Sverrir

Landsbankinn úthlutaði í dag styrkjum úr Menningarsjóði sínum til 75 góðgerðar- og styrktarfélaga og fékk hvert þeirra eina milljón króna. Það var Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans og sjóðsins, sem afhenti fulltrúum félaganna styrkina á fjölmennum blaðamannafundi í Iðnó.

Þessi samtök og félög má finna í Einkabanka og Fyrirtækjabanka Landsbankans á netinu undir þjónustu sem ber nafnið „Leggðu góðu málefni lið." Þar geta viðskiptavinir styrkt ýmis málefni með því að smella á tengil og tilgreina hversu hátt framlag þeir leggi til viðkomandi málefnis eða félags. Viðskiptavinir geta gerst áskrifendur að slík um stuðningi og stutt eitt eða fleiri þeirra 75 félaga sem eru á skrá.

Lista yfir félögin 75 má finna á vefsíðunni www.gottmalefni.is, en þeirra á meðal eru ABC barnahjálp, Blátt áfram, forvarnir vegna kynferðislegrar misnotkunar á börnum, Félag einstæðra foreldra, Forma - Samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi, Klúbburinn Geysir, Regnbogabörn og Styrktar- og minningarsjóður skáta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka