Forsvarsmenn Gusts saka Kópavogsbæ um seinagang

Á félagsfundi í hestamannafélaginu Gusti í gær var fjallað um væntanlegan flutning hesthúsahverfisins á Kjóavelli. Í tilkynningu frá félaginu segir, að fulltrúar stjórnar og framtíðarnefndar hafi á fundinum greint frá samningaviðræðum við bæjaryfirvöld í Kópavogi og sagt að erfiðlega hafi gengið að fá bæjaryfirvöld til að standa við gerða samninga og tímaáætlanir varðandi flutningana.

Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun:

    Félagsfundur í hestamannafélaginu Gusti haldinn 12. apríl 2007, skorar, af gefnu tilefni, á bæjaryfirvöld í Kópavogi að standa við gerða samninga bæjarins við hestamannafélagið Gust, jafnt samninga um reiðleiðir út frá Glaðheimum og samninga um flutning félagsins og félagsmanna á Kjóavelli. Telur fundurinn mikilvægt að þannig verði staðið að uppbyggingu á Kjóavöllum og flutningi Gusts þangað, að til sóma verði fyrir alla aðila.

    Þá telur fundurinn að allt stefni í að ekki verði af flutningi hestamannafélagsins og félagsmanna á Kjóavelli fyrr en í fyrsta lagi haustið 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert