Farandsalar stöðvaðir á Ísafirði

Lögreglan á Ísafirði hafði í gær afskipti af farandsölum, sem ferðuðust um bæinn á sendiferðabifreið og reyndu að selja bæjarbúum blýantsteikningar og eftirprentanir án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Að sögn lögreglu var rætt mennina og útskýrt fyrir þeim að óheimilt væri að stunda slíka starfsemi án verslunarleyfis og hafa mennirni horfið úr plássinu.

Á vef Bæjarins besta kemur fram að mennirnir séu pólskir og tengist líklega tveimur öðrum sem lögregla ræddi við fyrir nokkrum dögum vegna farandsölu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka