Kvennahreyfing Samfylkingar ánægð með nýja ríkisstjórn

Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingar hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Jákvætt sé, að jafnmargar konur og karlar séu í ráðherraliði flokksins er jákvætt og það sýni að Samfylkingin stendur við orð sín í jafnréttismálum.

Þá segir, að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé mikil áhersla á kvenfrelsi og jafnrétti og kvennahreyfingin muni leggja sitt af mörkum til að þessi málaflokkur verði sýnilegur á kjörtímabilinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert