Bilun í götuljósastreng olli rafmagnseldi

Í nótt var Orkuveitu Reykjavíkur tilkynnt um bilanir á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, við Eskiholt í Garðabæ og Skipholt í Reykjavík. Við eftirgrennslan fannst ekki bilun í Garðabæ en við Skipholt hafði götuljósarafstrengur bilað, segir í fréttatilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Starfsmaður Orkuveitunnar var kallaður á staðinn til þess að slá út rafmagni á strengnum við Skipholt. Í fréttatilkynningu OR segir jafnframt að biluninni hafi ekki fylgt rafmagnsleysi hjá almennum notendum, enda ekki um háspennustreng að ræða, heldur streng sem flytur rafmagn í ljósastaura. Spennan á honum er 230 Volt. Nú fyrir hádegið verður nánar grennslast fyrir um tilkynninguna um bilun í Garðbæ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert