Steingrímur: Eigum að setja okkur í forgang

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar
Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur - heida@bladid.net
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir Íslendinga eiga að geyma orkukosti landsins fyrir sig sjálfa í stað þess að flytja þá út en vísindamenn Evrópusambandsins telja að vetni, sem framleitt væri með vatns- eða varmaorku á Íslandi, gæti orðið framtíðarorkuberi Evrópusambandsins:

„Við höfum verk að vinna sjálf áður en við förum að flytja út til annarra," segir Steingrímur. „Við eigum að hugsa um okkur sjálf og leggja grunn að sjálfbærri þróun í okkar eigin orkubúskap áður en við förum að hugsa lengra. Við eigum að setja okkur í forgang."

Virkja þyrfti því sem nemur heilli Kárahnjúkavirkjun til þess að Ísland geti orðið vetnisvætt árið 2050, eða um 5 TWh, samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri NýOrku. Steingrímur segir að það sé ekki sjálfgefið að virkja allt sem hægt sé að virkja:

„Það væri hins vegar ekki stórmál að gera það ef við værum bara að virkja fyrir okkur sjálf. Ég skal alveg taka að mér að stjórna því að virkja fyrir eigin þarfir þannig að það verði engin teljandi umhverfisspjöll af því."

Nánar er rætt við Steingrím í Blaðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka