Kveikt í tjöldum í Herjólfsdal

Ölvuð ungmenni skemmtu sér við það í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum í nótt að brenna tjöld sem þjóðhátíðargestir höfðu skilið eftir. Dæmi munu vera um að gestir hátíðarinnar hafi kvartað yfir því að tjöldum sínum hafi verið stolið, og er talið að þau tjöld kunni að hafa lent á bálinu. Ungmennin munu flest hafa átt far með Herjólfi frá Eyjum klukkan átta í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert