Sjálfbær sérsveit í sjálfstæðu ríki

Sérsveitir frá fjórum löndum, Íslandi, Lettlandi, Danmörku og Noregi, æfa samhliða loftvarnaræfingunni á Norðurvíkingnum. Fyrst og fremst munu sveitirnar skiptast á upplýsingum um aðferðir og tækni. Þá munu þær æfa björgunaraðgerðir í gíslatöku.

Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, segir íslensku víkingasveitina vera sjálfbæra og hún reiði sig ekki á liðsstyrk frá ríkjunum sem taka þátt í æfingunni. Ísland sem sjálfstætt ríki þurfi að geta séð um sín mál sjálft.

57 sérsveitarmenn taka þátt í æfingunni sem fer fram á Keflavíkurflugvelli og í Hvalfirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert