Menningartúlkur í Kína

Hjalti Þorsteinsson ásamt íslensku forsetahjónunum
Hjalti Þorsteinsson ásamt íslensku forsetahjónunum
Eftir Hlyn Orra Stefánsson - hlynur@bladid.net

„Kínverjar hugsa á kínversku, Íslendingar hugsa á íslensku og svo er talað saman á ensku. Það er því mjög margt sem getur farið úrskeiðis vegna misskilnings þegar þessar þjóðir eiga í viðskiptum," segir Hjalti Þorsteinsson sem býr og starfar í Sjanghæ í Kína.

Hjalti rekur verslunar- og þjónustufyrirtækið iSupply, sem sérhæfir sig í að koma evrópskum fyrirtækjum í samband við framleiðendur í Kína.

„Ég finn stöðugt fyrir auknum áhuga frá íslenskum fyrirtækjum á kínverskum markaði. Enda er þetta stöðugt vaxandi markaður og mikill kraftur í efnahagslífinu. Hingað til hef ég aðallega þjónustað meðalstór fyrirtæki, en íslensk stórfyrirtæki á borð við Rúmfatalagerinn, Össur og BYKO eru með skrifstofu og starfsmenn á sínum vegum í Kína."

Hjalti segir eitt helsta verkefni sitt sem milliliðar á milli kínverskra framleiðenda og evrópskra fyrirtækja vera að brúa menningarmun. „Það er ekki einfalt að stunda viðskipti í Kína. Evrópskt viðskiptafólk heldur oft að það nægi að senda starfsmenn á vörukynningar í Kína og ganga svo frá viðskiptunum, en svo er alls ekki. Samfélagið er gjörólíkt því sem við eigum að venjast og maður þarf að þekkja menninguna og þjóðarsálina vel til að geta átt í viðskiptum hér í landi."

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert