Skjálftahrina við Eldeyjarboða

Stærsti skjálftinn varð um fjögurleytið í nótt.
Stærsti skjálftinn varð um fjögurleytið í nótt. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 mældist suðvestur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg um klukkan fjögur í nótt.

Smærri skjálftar á svæðinu fylgdu í kjölfarið.

Að sögn Sigríðar Magneu Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, voru þeir í heildina 10 til 12 í nótt.

Hún segir skjálftahrinur mjög algengar á þessu svæði og nefnir að virkni hafi verið þarna síðustu vikur. Erfitt er að segja til um hvort hún tengist eldsumbrotunum á Reykjanesskaga, bætir hún við.

„Við fáum mjög oft skjálfta þarna sem geta verið um og yfir þrír að stærð en þeir eru það langt frá landi að þeir finnast ekki,” segir Sigríður Magnea.

Skjálftarnir eiga upptök sín undir sjó vegna færslu á Atlantshafshryggnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert