Málefni Grímseyjarferjunnar að skýrast

Starfshópur samgönguráðuneytisins lýkur líklega störfum á næstu dögum og er …
Starfshópur samgönguráðuneytisins lýkur líklega störfum á næstu dögum og er von á álitsgerð frá fjárlaganefnd um miðjan mánuðinn mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Fjárlaganefnd fundaði í dag með Einari Hermannssyni skipaverkfræðingi, fulltrúum Ríkiskaupa og samgönguráðuneytisins um málefni Grímseyjarferjunnar og nýlega greinargerð Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun ferjunnar. Gunnar Svavarsson formaður fjárlaganefndar segist vona að hægt verði að ljúka við álitsgerð um málið um miðjan september.

Aðilar fóru yfir málið og skýrði hver frá sinni hlið. Einar Hermannsson svaraði spurningum nefndarinnar en hann sagðist í viðtali við mbl.is eftir fundinn vera ósáttur við að sitja undir ærumeiðandi orðum samgönguráðherra og óskar hann eftir því að fjárlaganefnd skili sjálfstæðu áliti á því hvort hann beri þá ábyrgð sem hann er sagður bera.

Á fundinum kom meðal annar fram að starfshópur samgönguráðuneytisins um Grímseyjarferjunna lýkur að öllum líkindum störfum á næstu dögum, og mun þá væntanlega skýrast hvenær ferjan verður tilbúin og hvað viðgerðirnar á henni muni á endanum kosta.

Þá segist Gunnar vona að álitsgerð nefndarinnar verði lokið um miðjan þennan mánuð og segir hann það mikilvægt að um hana náist samstaða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert