Brotist inn í þrjú hesthús á Blönduósi

Eftir Jón Sigurðsson, Blönduósi
Brotist var inn í þrjú hesthús á Blönduósi aðfaranótt laugardagsins. Að sögn hesthúseigenda var fyrst og fremst stolið verkfærum ýmiskonar en þó einkum sem notuð eru til járninga. Það merkilega við þessi innbrot var það að hnakkar og og beisli sem voru miklu verðmætari voru látin í friði og meira að segja innihaldsríkur vasapeli var látinn óáreittur.

Það greinilegt á öllu að þjófarnir hafa fyrst og fremst verið bindindis- og handverksmenn í leit að verkfærum. Enginn varð þjófanna var en mikil umferð var í gegn um bæinn aðfaranótt laugardagsins og voru margir að koma heim úr Laufskálarétt.

Einn hesthúseigandi varð fyrir því, fyrir nákvæmlega þremur árum og þá um Laufskálaréttarhelgi, að brotist var inn í hesthúsið hans og verkfærum til járninga stolið. Lögreglu var gert viðvart um verknað þennan og er málið óupplýst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert