Sneru aftur til föðurhúsanna

Eftir Elías Jón Guðjónsson - elias@bladid.net

„Það var ekki möguleiki fyrir okkur að leigja íbúð á þessu verði. 70 fermetra íbúð í kjallara kostaði að minnsta kosti 120 þúsund krónur á mánuði," segir Hannibal Guðmundur Hauksson, 27 ára ferðamálafræðingur hjá ÍT-ferðum. Undanfarna þrjá mánuði hefur hann búið í foreldrahúsum á Akranesi ásamt fjölskyldu sinni. Hannibal og unnusta hans starfa bæði í Reykjavík og er sonur þeirra einnig í leikskóla þar.

„Við bjuggum á Stúdentagörðunum til loka júní, en við útskrifuðumst bæði í febrúar og þurftum því að skila íbúðinni í lok júní," segir Hannibal og hann segir þau hafa byrjað að litast um eftir íbúð strax eftir útskriftina.

„Í rúma tvo mánuði fylgdumst við mjög vel með þessu, keyptum okkur áskrift að leigulistanum og skoðuðum smáauglýsingarnar í blöðunum mjög reglulega. En við fundum ekkert á sanngjörnu verði," segir hann. Hannibal segir að á endanum hafi þau gefist upp á leigumarkaðnum.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert