Utanríkisráðherra talar um að nýta kvenorkuna

Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segir nýtingu kvenorkunnar einn af þremur styrkleikum íslendinga á alþjóðavettvangi. Hún vill að jafnréttismál skipi stærri sess í utanríkismálum þjóðarinnar. Þetta sagði ráðherra á ráðstefnu RIKK um stöðu og leiðir kynjarannsókna sem haldin var í Háskóla Íslands í gær og í dag en ráðherra var sérstakur gestur í pallborðsumræðum um jafnrétti og feminisma í alþjóðasamskiptum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert