Skeiðarárhlaup að ná hámarki

Rafleiðni hefur ekki vaxið í Skeiðará síðan um hádegi í dag og segja sérfræðingar Vatnamælinga Orkustofnunar að vænta megi þess að hámark flóðsins sé að öllum líkindum væntanlegt á næstunni.

Gunnar Sigurðsson vatnamælingamaður hjá Orkustofnun sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins nú fyrir skömmu að vatnsborð hafi ekki hækkað frá hádegi en hann taldi líklegt að hlaupið ætti enn eftir að vaxa.

Mælingamenn telja þó að hlaupið sé ekki það mikið umfangs að ástæða sé að fara á vettvang í dag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert