Óveðursútköllum fjölgar

Tré hafa rifnað upp með rótum í óveðrum síðustu daga.
Tré hafa rifnað upp með rótum í óveðrum síðustu daga. mbl.is/Golli

Óveðrið á höfuðborgarsvæðinu færist enn í aukana og hjálparbeiðnum til björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar fjölgar stöðugt.

Hópar björgunarsveitamanna er nú að sinna þeim 35-40 verkefnum sem þegar hafa borist, m.a. fauk jólatré á stofuglugga í Kópavogi og braut hann þannig að glerbrot dreifðust um stofuna, heitur pottur fauk út á götu í Reykjavík, strætóskýli losnaði og girðingar og skilti fjúka.

Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð um klukkan þrjú í nótt vegna slæmrar veðurspár. Jafnframt voru kallaðir út hópar björgunarsveitamanna til að standa vaktina ef útköll færu að berast.

Fyrsta útkallið barst klukkan 6 og hafa björgunarsveitarmenn sinnt þremur útköllum í morgun, m.a. fauk vélsleðakerra af stað í Reykjavík og auglýsingaskilti í Hafnarfirði. Nú er versta veðrið að fara skella á höfuðborgarsvæðinu og verða björgunarsveitir í viðbragðsstöðu á meðan það gengur yfir eða eins lengi og þörf krefur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert