Rúta fauk á fólksbíl

Mjög há sjávarstaða er á suðvesturhorninu. Þessi mynd var tekin …
Mjög há sjávarstaða er á suðvesturhorninu. Þessi mynd var tekin í Reykjavíkurhöfn í morgun. Árvakur/Ómar

Ekki urðu alvarleg slys á fólki þegar rúta fauk og valt á lítinn fólksbíl á Kjalarnesi um hálf áttaleytið í morgun, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Þrennt var flutt á slysadeild. Á Kjalarnesi eru björgunarsveitarmenn nú að reyna að koma í veg fyrir að flutningabíll fjúki um koll.

Að sögn lögreglu var flutningabíllinn kominn út á vegöxl og við það að velta vegna hvassviðrisins.´

Þá var bíl ekið útaf á Álftanesvegi við Herjólfsbraut klukkan 7.42 í morgun, en ekki urðu slys á fólki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert