Baráttan um fiskinn harðnar

Með niðurskurði þorskkvótans og einstaklega þrálátum brælum frá því í haust hefur samkeppnin um hráefnið harðnað. Það kemur bæði fram á fiskmörkuðum og í beinum viðskiptum. Þeir sem standa í útflutningi á ferskum fiski með flugi hafa skuldbundið sig til stöðugrar afhendingar, enda er það grundvöllurinn fyrir viðskiptunum. Þeir verða því alltaf að geta boðið upp á ferskan fisk. Því færist það í vöxt að þeir sem vinna ferskan fisk í flug, fari út í eigin útgerð eða tryggi sér föst viðskipti við ákveðna báta, frekar en að þurfa að leggja allt sitt traust á fiskmarkaðina.

Á fiskmörkuðunum eru það flugfiskkarlarnir sem hafa yfirleitt vinninginn, þegar barizt er um fiskinn. Þeir geta borgað hærra verð en aðrir, vegna þess hve gífurlega hátt verð fæst ytra, sérstaklega fyrir þorskhnakka. Lítið framboð af þorski mestan hluta ársins hefur leitt til mikilla verðhækkana, hækkana sem margir telja að séu orðnar of miklar og muni leiða til kauptregðu.

Þorskskorturinn, sem þegar gerir vart við sig, og hið háa verð á þorski, leiðir svo til þess að meira er selt af ýsunni. Menn nota hana í staðinn fyrir þorskinn, sem ekki fæst, en að auki er hún miklu ódýrari.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert