Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 40,1% í nýrri skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Hefur fylgi flokksins aukist um þrjár prósentur frá könnun, sem blaðið birti fyrir mánuði. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 35,2% sem er svipað og flokkurinn fékk í síðustu könnun blaðsins.

Fylgi VG mælist 14,2% sem er rúmlega prósetu minna en fyrir mánuði.  Fylgi Framsóknarflokksins mælist 5,9% en var 8,9% fyrir mánuði. 3,8% sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokksinn sem er svipað og fyrir mánuði. 

71,9% aðspurðra sögðust styðja ríkisstjórnina en fyrir mánuði var þetta hlutfall 68,5%.

Hringt var í 800 manns í gær og tóku 63,3% afstöðu til spurningar um flokka og 87,3% afstöðu til spurningar um ríkisstjórnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert