Einar Kr.: Ríksvaldið á að beita sér fyrir olíuhreinsistöð

mbl.is/ÞÖK

Ríkisvaldið á að beita sér fyrir olíuhreinsunarstöð rétt eins og annarri atvinnustarfsemi að mati Einars Kristins Guðfinnssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

„Það eru síðan sérstök rök sem hníga að því að beita sér sérstaklega fyrir uppbyggingu á þessu sviði á Vestfjörðum vegna stöðu byggðar og neikvæðrar byggðaþróunar“, segir Einar í samtali við Bæjarins besta.

Hann er fylgjandi olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. „ Sjaldan er ég spurður hvort ég sé fylgjandi uppbyggingu rækjuverksmiðja, byggingafyrirtækis eða annarrar atvinustarfsemi. En auðvitað er ég fylgjandi uppbyggingu olíuhreinsistöðvar eða annarri atvinnustarfsemi svo fremi sem hún uppfyllir almenn skilyrði sem við setjum, hvort sem það er á sviði umhverfismála eða annarra þátta.“ Aðspurður hvort hann muni beita sér fyrir því að stöðin verði reist segir Einar að hann muni vitaskuld leggja undirbúningi málsins lið.

„ Það hef ég þegar gert, til dæmis með því að leggja því lið að lagðir voru fram fjármunir af hálfu hins opinbera og það gerðist, þó í litlu væri, í fjárlagagerðinni fyrir yfirstandandi ár.“ Hann segir það vera brýnt að eyða óvissuþáttum um verkefnið. „ Þar hafa þeir aðilar mestu hlutverki að gegna sem hafa forystu um þetta mál og þar á ég vitaskuld við fjárfestana og þá sem hafa haft frumkvæði í málinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert