Tengdist niðurrifi Ungdomshuset

Danska sendiráðið stendur við Hverfisgötu. Myndin er fengin af vef …
Danska sendiráðið stendur við Hverfisgötu. Myndin er fengin af vef sendiráðsins.

Morgunblaðinu hefur borist tölvupóstur frá ónafngreindum aðila sem segist  hafa skrifað „We will never forget" á danska sendiráðið á Íslandi fyrr í vikunni í tilefni þess að eitt ár  er liðið frá niðurrifi Ungdomshússins í Kaupmannahöfn.

Fram kemur í tölvupóstinum að hauskúpan hafi verið tákn Ungdómshússins og talan 69 einnig en hún var rituð á annan fánann. Við munum aldrei gleyma og við gefumst ekki upp, segir í tölvubréfinu.

Eins og fram kom á Fréttavef Morgunblaðsins í gær var krotað á danska sendiráðið, sem er við Hverfisgötu aðfararnótt miðvikdags. Spellvirkjarnir skildu eftir skilaboðin „We will never forget“, eða „Við munum aldrei gleyma“ á einum veggnum. Auk þess var sjóræningjafáni dreginn að húni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert