Segir Ísland ekki vera að bráðna

Ótti við hrun íslenska efnahagskerfisins er yfirdrifinn að mati Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, en grein eftir hann birtist á vef Wall Street Journal í gær og ber hún heitið „Ísland er ekki að bráðna.“

Segir hann að þrátt fyrir að viðskiptahalli Íslands við útlönd sé umtalsverður, um 16% af vergri landsframleiðslu, hafi hann dregist mjög saman frá því árið 2006, þegar hann var um 25%. Íslenska ríkið sé nær skuldlaust og komi það til vegna stjórnmálalegs stöðugleika og samfellu sem vart eigi sinn líka. Vöxtur íslenska hagkerfisins eigi sér rætur í kvótakerfinu, sem hafi leitt til mun hagkvæmari fiskveiða, og umfangsmikilli einkavæðingu ríkisfyrirtækja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert