Fundur með talsmanni vörubílstjóra

Geir Jón Þórðarson, yfirlögregluþjónn, gaf Sturlu Jónssyni, talsmanni bílstjóra, í …
Geir Jón Þórðarson, yfirlögregluþjónn, gaf Sturlu Jónssyni, talsmanni bílstjóra, í nefið eftir að samkomulag náðist um að bílstjórar hættu aðgerðum í Ártúnsbrekku. mbl.is/Júlíus

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, mun væntanlega hitta Sturlu Jónsson, talsmann vörubílstjóra, á fundi í dag kl. 13.30. Umræðuefnið mun vera ákvæði um hvíldarlögin hjá bílstjórum og endurnýjun á ökuskírteinum .

„Við viljum afnema hvíldarlögin. Fá að vinna vinnu okkar í friði,“ sagði Sturla Jónsson í samtali við mbl.is.

Að hans mati virka hvíldarlögin ekki á Íslandi og viðurlögin við broti á þeim algerlega óraunhæf. Lögin hafa að sögn Sturlu mjög neikvæð áhrif á bílstjóra og eru mjög streituvaldandi. Sturla benti líka á að undantekningar frá hvíldarlögunum viðgangist í nokkrum atvinnugreinum, þ.á.m. hjá þeim sem keyra ruslabíla í Reykjavík, strætisvagna, mjólkurbíla og póstbíla.

Einnig á að ræða um lög um endurnýjun ökuskírteina. Í dag þarf að endurnýja ökuskírteini á 5 ára fresti og sitja 35 kennslustundir þar sem farið er yfir mikilvæg atriði. Samkvæmt Sturlu kostar um 70 þúsund krónur að endurnýja skírteinið.

Kristján L. Möller er sem stendur á Landsþingi Íslenskra Sveitafélaga á Hótel Nordica en stefnir á að halda fund með Sturlu kl. 13.30 í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert