Einstök fósturmamma

Apríl litli frá Árbakka fékk heldur kuldalegar móttökur þegar hann kom í heiminn þann 9. apríl síðastliðinn, þennan dag var skafrenningur og þriggja stiga frost. Fá folöld fæðast svo snemma vors, en sá stutti var ekkert á þeim buxunum að láta bíða eftir sér. Ástæðan fyrir því að hryssan kastaði á þessum tíma var hins vegar ofur eðlileg.

Folaldið er afar vel ættað undan Keilisdótturinni og gæðingshryssunni Þotu frá Árbæ og hinum þekkta stóðhesti Aroni frá Strandarhöfði. Fjölskyldan á Árbakka og starfsmenn töldu það því ekki eftir sér að skipta með sér vöktum í heila viku og gefa smælkinu sérstaka pelablöndu á tveggja til þriggja tíma fresti.

Þegar fréttist af 21 vetrar hryssu, Perlu frá Gili, sem áður hafði fóstrað ókunnugt folald var ákveðið að láta á það reyna að venja folaldið undir hana, en það var síður en svo gefið að vel tækist til.

Segja má að þessi einstaka fósturmamma beri nafn með rentu og hún hafi komið Apríl litla til bjargar. Hann nú sprækur og dafnar vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert