Starfsmenn OR undrandi á að forstjóra sé vikið úr starfi

Hús Orkuveitu Reykjavíkur.
Hús Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/RAX

Á almennum fundi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur í dag var samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir undrun og vonbrigðum með þá ákvörðun stjómar fyrirtækisins að víkja forstjóra þess úr starfi. Jafnframt er stjórn fyrirtækisins átalin fyrir algjöran skort á upplýsingum um gang mála og lýst eftir skýrri stefnu í málefnum þess.

„Guðmundur (Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri OR) hefur staðið í fararbroddi í mikilli uppbyggingu undanfarinna ára g lýsir fundurinn yfir fullum stuðningi við hann. Fundurinn hvetur stjórnarmenn til þess að bera hag fyrirtækisins fyrir brjósti og nýta tækifæri til sóknar, bæði innanlands og utan," segir í ályktuninni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert